Carbon Iceland – leiðandi í loftslagsmálum

Carbon Iceland er íslenskt fyrirtæki sem áformar að stuðla að mjög jákvæðum áhrifum á loftslagsmál.  Stefnir fyrirtækið að því að minnka magn af CO2 í andrúmslofti um nokkrar milljónir tonna á hverju ári. Carbon Iceland mun  bæði hreinsa CO2 úr andrúmslofti með sérstöku lofthreinsiveri (Direct Air Capture plant). Einnig er stefnt að því að hreinsa gróðurhúsalofttegundir úr mengunarstraumum stórra fyrirtækja og koma þannig í veg fyrir að mikið magn af CO2 sleppi út í andrúmsloftið.

Carbon Iceland náð samkomulagi við kanadíska hátæknifyrirtækið Carbon Engineering um að nota svokallaða Direct Air Capture-tækni sem fyrirtækið hefur þróað. Einnig hefur Carbon Iceland gert samkomulag við Siemens Energy um að vera tæknilegur lykilaðili í verkefninu og koma að þróun, rannsóknum og útfærslu og byggingu tæknilegra þátta.

Áformað er að nota það CO2, sem bundið verður, til að framleiða grænt CO2 til matvælaframleiðslu og hreint, grænt eldsneyti fyrir skip og önnur samgöngutæki. Um er að ræða eitt af stærri nýsköpunarverkefnum síðari ára og geta efnahagsleg áhrif verkefnisins orðið víðtæk fyrir Ísland. Verkefnið styður mjög við loftslagsmál, eykur sjálfbærni og ýtir undir grænar áherslur og náttúrulega hringrás.

Starfsemi Carbon Iceland verður staðsett á vistvænu iðngörðunum á Bakka, við Húsavík.

 

Hér má sjá tölvugerða mynd af fyrirhuguðu lofthreinsiveri (Direct Air Capture plant) á Bakka, við Húsavík:

Hægt er að hafa samband við Carbon Iceland hér.

 

 

– – – – –

 

Carbon Iceland hefur hlotið styrk úr Tækniþróunarsjóði: